þriðjudagur, apríl 29, 2003

Og svo þarf ég...
...að fá einhvern til að hjálpa mér að setja upp linka á uppáhaldsbloggarana mína og uppáhaldssíðurnar mínar og kannski kommentakerfi.
Sól og útlensk stemmning
Mér finnst lífið eitthvað svo útlenskt í dag. Er að spila Ellu í tölvunni í vinnunni og tónarnir bera mann í huganum á einhverja fjarlæga staði. Eftir að skrifstofan mín var færð niður á fyrstu hæð í húsinu breyttist útsýnið út um gluggann minn all verulega en nú er ég með yfirlit yfir bílastæðið okkar og svo skemmtilega útlenskt port, alla vega svona í sólinni. Fyrst fannst mér þetta ekki góð skipti á útsýni yfir Tjörnina og þessu, en nú er ég alveg sátt. Portið er líflegt og alltaf eitthvað um að vera, þar sem í húsunum sem mynda portið eru bæði íbúðir, verslanir og veitingastaður. Um daginn stóðu tveir veitingamenn í portinu með svuntur og voru að sortera fisk upp úr fiskikörum. Rosalega útlenskt eitthvað. Og svo skín sólin bara. Maður vaknar á morgnana í glampandi sól og með sumarfiðring. Annars held ég að það sé gluggaveður núna og úti sé kalt. En sól samt. Ég er að hugsa um að rölta út í Eymundsson í hádeginu - einu sinni sem oft áður - og kíkja í blöð og á bækur. Mér finnst alveg yndislegt að vinna niðri í miðbæ og skreppa í hádeginu í bóka- eða plötubúðir eða bara rölta upp Laugaveginn og kaupa sér hádegismat. Verst hvað buddan fer illa út úr því; það er náttúrulega skynsamlegra að fá sér núðlur eða hrökkbrauð að heiman heldur en að rölta upp í Deli og fá sér pastasalat. En ekki eins spennandi.

Í Eymundsson er það snilldarfyrirkomulag á tímaritunum að þau eru ekki í plasti þannig að maður getur gluggað í þau í búðinni. Fletti í gegnum Mannlíf og Vikuna og Nýtt Líf og hvað þetta heitir allt saman þar. Og svo er auðvitað nauðsynlegt að kíka regluglega á Hello! og OK! og taka púlsin á breska slúðrinu. Svo er eitt breskt blað sem ég hef skoðað reglulega og kaupi stundum enda er það hræódýrt á þennan blaðamælikvarða, kostar held ég bara 250 - 300 kall, en það er Woman's Own. Það er stútfullt af yndislegum sögum eins og "My husband is in jail but I love him anyway" eða "my husband left me for my mother", tískuráðum, megrunarsögum, snyrtivörum og síðast en ekki síst fréttum af bresku sápuóperunum. Þar sem ég er sérlegur aðdáandi EastEnders og reyni að horfa á þá reglulega á BBC Prime hef ég lúmskt gaman af sápuóperufréttunum. Oftar en ekki er mynd af einhverjum sápuleikurum framan á blaðinu og viðtöl við leikarana um karakterana sína í blaðinu. Þetta er alveg frábært blað ef maður hefur gaman af breskri menningu á annað borð.

En nú ætla ég að fara út í sólina.

mánudagur, apríl 28, 2003

Ella, Louis og Sundlaug Vesturb?jar
Helgin lei? ? hinum mestu r?legheitum. Kr?sa fékk a? bj??a bekkjarsystur sinni a? gista ? f?studagskv?ldi?. ??r voru einstaklega stilltar og g??ar, ég reyndar sofna?i ? undan ?eim blessu?um. ??r fengu a? teikna uppi ? r?mi eftir a? ??r voru b?nar a? h?tta sig og bursta en ég sat frammi ? stofu og var a? lesa og hlusta ? Lisa Ekdahl. Vakna svo vi? a? einhver tr?tlar fram ? t?sunum til a? s?na mér ?essa l?ka f?nu teikningu. V?knu?um ? laugardagsmorgunin ? glampandi s?l og bl??u en bi?um of lengi me? a? fara ?t og s?lin var eiginlega farin ?egar vi? drifum okkur ? sund upp ?r h?degi. Samt. Alltaf gott ? sundi og gaman ? vesturb?jarlauginni ?v? ?a? er svo miki? af selebrit?um ?ar. Var d?ldi? skemmtilegt a? ? laugardaginn voru b??i pabbinn og mammann ?r J?ni Oddi og J?ni Bjarna myndinni st?dd ? lauginni. Var alltaf a? b??a eftir a? ?au v?ru saman ? pottinum. ?? hef?i veri? h?gt a? koma me? einhver skemmtileg komment ?r myndinni... "mamma m?n segir a? ?? sért rosalega vitlaus". Snilldar mynd, alveg fr?b?r. Um kv?ldi? kom vi?skiptafr??ineminn br??ir minn ? mat og ég elda?i k?nverskan lambakj?tsrétt, n??lur og hr?sgrj?n. Hann er ? pr?flestri greyi?. Eftir a? hafa horft ? hr??ilegan Dj?pu laugar ??tt skruppum vi? ?t ? leigu og t?knum Signs me? Mel Gibson. ?r?l g?? mynd. ?a? ?arf ekki meira til a? hr??a mig. Er ein af ?essum myndum ?ar sem ?gnin er meira undirliggjandi heldur en a? sé veri? a? s?na miki? bl?? og splatter. ?g var alla vega hrifin.

? sunnudaginn skruppum vi? ? Perluna ? geisladiskamarka?inn, sem ma?ur var b?in a? heyra a? v?ri eitthva? merkilegri en oft ??ur. ?g lét loksins ver?a af ?v? a? kaupa mér gamlar djassperlur, er alltaf b?in a? vera ? lei?inni en aldrei gert ?a?. Keypti s.s. best of diska me? Ella Fitzgerald, Louis Armstrong, Billie Holiday og Nina Simone, hund?d?ra. Hef aldrei hlusta? ? neitt me? Nina Simone ??ur nema ?etta fr?gasta lag hennar, My Baby Just Cares for Me, en ?essi diskur er alveg d?ndur g??ur. ?v?l?k r?dd. ? disknum me? Billie Holiday er miki? sving, alla vega vantar d?ldi? ?ennan trega sem ég hef svo oft heyrt hj? henni. T.d. er Summertime eftir Gershwin ? h?lfger?ri dixieland ?tg?fu me? ge?veikum trompettum og svingi. Ma?ur er svo vanur a? heyra ?a? sungi? h?gt og me? trega a? manni finnast ?etta n?stum ?v? vera helgispj?ll. Miki? rosalega s?ng Ellen Kristj?ns. ?a? vel hj? G?sla Marteini ? laugardagskv?ldi?. H?n er alveg toppurinn. En Billie diskurinn er samt flottur. ?g ?arf bara a? f? mér annan disk me?n henni. Ella og Louis voru svo alveg klass?sk, ekkert sem kemur ? ?vart ?ar.

Kr?sa fékk einn hund?d?ran Pott?étt disk; ?a? ver?ur v?st ekki fl?i? a? barni? er fari? a? hlusta ? vins?ldarpoppi?. Henni ?skotna?ist n?jasti Pott?étt diskurinn ?ar sem tengdamamma haf?i keypt sér hann ?t af einhverju einu e?a tveimur l?gum sem henni fannst flott en komst svo a? ?v? a? ?etta var til skiptist rapp og g?l og skak og gaf ?eirri stuttu diskinn. ?v?l?k m?s?k. Annars ? ?essum n?jasta disk svo sem eitt og eitt lag sem er flott, t.d. Clocks me? Coldplay, Songbird me? Oasis og eitthva? lag me? Robbie Williams. Svo er indverskt tekn?, alveg snilld, DJ Punjabi. ?a? lag er algj?r snilld. L?ka eitthva? franskt danslag. S.s. eitt og eitt lag. Kr?sa sofnar ? kv?ldin vi? R&B og rapp ? FM 95.7. En ? g?r fékk h?n l?ka Gl?m og Skr?m svo ?a? er kannski einhver von enn. ?egar ég og Minn heittelska?i vorum 8 ?ra var R?s 2 ekki einu sinni byrju? og ég man ekki hven?r ma?ur f?r a? hlusta ? ?skal?g sj?manna og L?g unga f?lksins. Vi? h?fum sennilega bara enn veri? a? hlusta ? Pétur og ?lfinn og Hemma Gunn.

Minn heittelska?i n??i a? versla sér Woody Allen myndir og er n? eitthva? fari? a? f?kka ?eim myndum sem hann vantar ? safni?. ?etta fer a? ver?a lj?mandi f?nt safn hj? honum, v?de?- og DVD myndir (reyndar bara ein sem ég gaf honum ? afm?lisgj?f s??ast), b?kur og geisladiskar. ?g deili ekkert endilega me? honum ?huga ? Woody Allen; mér finnst hann ekki svona lei?inlegur eins og sumum en ég er engin fan. Mér finnast flestar myndirnar sem ég hef sé? eftir hann skemmtilegar, nema Scenes from a Mall, h?n var hundlei?inleg.


föstudagur, apríl 25, 2003

Bókaspjall
Síðasta bók sem ég las var Butterfly Sting eftir Eva Rice. Hún fellur undir að vera chic-lit bók. Þrátt fyrir að söguþráðurinn hljómaði einmitt eins og hver önnur svoleiðis bók lét ég blekkjast af bókakápunni og hélt að hún væru einhvern veginn aðeins öðruvísi. Útlitið er ekki allt. Annars keypti ég bókina á 50% útsöluborðinu í Máli og menningu þar sem ég gleymdi mér ótal sinnum við að gramsa í gegnum bunkana. Og buddan fékk aldeilis að kenna á því - og þeir í M&M voru líka alltaf að bæta við og þarna voru margar fínar bækur. Annars er ekki að marka mig. Ég held ég sé með bókafetish. Anyway. Rauði þráðurinn í bókinni eru tvær systur, Sam sem er æðisleg pæja og er alltaf að dömpa einhverjum gæjum og Misty sem er þybbinn og óframfærin eða eins og segir í bókinni; a shy Kate Winslet lookalike. Sam fer í frí með vinkonu sinni til Cornwall þar sem þær upplifa sveitarómans með tilheyrandi cottage-um, hestaferðum og sveitakrám en Misty er í sumarfríi með vinkonu sinni í sumarhúsi á Spáni, en allt í kringum vinkonuna og foreldra hennar er skemmtilega breskt-posh; darling, spænsk vinnukona, óaðfinnanlegt útlit, einkaskólar og kotkeilar. Svo tilheyra þessu náttúrulega strákar og aftur strákar og ástarævintýri. Þessi með hvolpafituna fékk auðvitað draumaprins að lokum og pæjan náði að sættast við sjálfa sig eftir að hafa verið dömpað í fyrsta skipti. Æji, þetta var nú allt saman hálf fyrirsjáanleg og lítið spennandi. Ég las nú samt áfram þó að ég sæi mjög fljótlega að þetta var ekki alveg my cup of tea. Chic-lit bækur eru reyndar hinar skemmtilegustu bækur stundum og gaman að lesa með öðru, best er náttúrulega hetjan okkar allra Bridget Jones, svo hef ég alltaf dáldið gaman af Shopaholic bókunum um Rebeccu Bloomwood. Alveg ágætis afþreying fyrir húsmóður í vesturbænum með soðningunni og barnauppeldinu að lesa um ungar konur í London, djamminu, deitunum og sætu körlunum sem þær falla fyrir. Ég mæli samt ekkert sérstaklega með Butterfly Sting - jafnvel þó að ég hafi gaman af öllu sem breskt er, þ.á.m. breskri sveitasælu og breskum kokteildrekkandi darling-frúm .

Nú er ég að lesa The Lovely Bones eftir Alice Sebold. Hún er alveg yndisleg – alla vega það sem af er.
Sumarkoma
Gleðilegt sumar. Sumardeginum fyrsta var varið í rúminu að mestu leyti á mínu heimili eftir að veturinn hafði verið kvaddur með stæl að kvöldi síðasta vetrardags. Engar skrúðgöngur eða kosningapylsur þar. Við hittumst 15 konur í heimahúsi á miðvikudagskvöldið og borðuðum saman mat frá Austur-Indíafélaginu, drukkum hvítvín, rauðvín, kaffi og Grand og hlógum mikið. Mjög skemmtilegt kvöld. Fórum svo fjórar saman niður í bæ með viðkomu í Þróttaraheimilinu, af öllum stöðum, til að kíkja á álitlegt mannsefni fyrir eina einhleypa í hópnum. Samstarfskona hennar var að deita mann sem var á balli í Þróttaraheimilinu og sá átti vin sem átti að kíkja aðeins á fyrir þá einhleypu. Eftir hálftíma í Þróttaraheimilinu, þar sem við vorum eins og geimverur sökum ókunnugleika við alla þessa Köttara, héldum við af stað í bæinn - fótgangandi á háhæluðu skónum okkar. Ekki það að göngutúr frá Laugardalnum niður í miðbæ á yndislegu og mildu kvöldi sé eitthvað til að kvarta undan, en þegar maður er á háhæluðum skóm er það dáldið langt. Sökum almennra skemmtilegheita og áfengisvímu var göngutúrinn sérdeilis fljótur að líða. Við fórum á Kaffi List, þar sem tónlistarvalið hefur heldur betur breyst sem mér skilst að sé komið til vegna eigendaskipta. Þar er ekki lengur bara salsafílingur í gangi, sem mér fannst reyndar alveg hreint ágætur og góð tilbreyting frá tónlist annarra skemmtistaða. Á Kaffi List hitti ég Minn heittelskaða, en þar sem Krúsa hafði farið austur fyrir fjall til tengdaforeldra minni í næturgistingu, hafði hann getað skroppið í bíó og var á næturrölti með félaga sínum. Eftir að okkur var hent út af Kaffi List við lokun um hálf fjögur leytið röltum við niðrí bæ og fórum á Victor. Það er staður sem ég hef aldrei fundið mig inná. Eftir að hafa fljótlega týnt stelpunum og rölt í gegnum troðfullan, sveittan staðinn hoppuðum ég og Minn heittelskaði upp í leigubíl og hurfum heim í vesturbæinn. Ég fór úr skónum niðri við útidyrnar áður en ég labbaði upp á þriðju hæð.

Þar sem maður fer nú að nálgast þrítugsaldurinn all ískyggilega hefur svona næturrölt alltaf dáldil áhrif daginn eftir. Þar sem við vorum ein heima hafði maður minna samviskubit yfir að liggja í bælinu lungan úr deginum. Ekki það að ég hef nú séð það verra. Í seinni tíð á ég það til að verða mjög veik eftir svona kvöld, en það helgast örugglega mikið af því að maður heldur sig ekki við sama drykkinn allt kvöldið; það eru rauðvín, hvítvín, líkjörar, skot og kokteilar allt í bland. Ef maður hefði ætlað eitthvað út í gær, þá hefði maður einfaldlega hresst sig við og gert það. Svona eftir á að hyggja hefði verið fínt að drífa sig út og fá sér kaffibolla í bænum, kíkja á upplestur í Máli og menningu eða á Borgarbókasafninu og anda að sér fyrsta degi sumarsins. En maður tryggir ekki eftir á eins og einhvers staðar kom fram hérna í denn. Seinnipartinn fórum við svo austur í grill til tengdó. Allir voru þreyttir og saddir þegar við komum heim í gærkvöldi.

Mikið rosalega var erfitt að vakna í morgun.

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Upphaf
Seint koma sumir en koma þó. Þessi orð hafa löngum verið mitt mottó. Þess vegna finnst mér þau vera gott upphaf að nýju bloggi. Ég er sem sagt að byrja að blogga núna fyrst, þegar margir bloggarar virðast vera að heltast úr lestinni eftir mikla "bloggbólu". Annars eru margir að byrja aftur eftir hlé þó aðrir muni ekki snúa til baka.

Mér hefur reyndar alltaf fundist að maður þurfi að lifa frekari merkilegu lífi til þess að geta stundað þessa iðju. Að mitt 9 - 5 líf með Innlit-Útlit á kvöldin sé ekki nógu merkilegt til að vera að blaðra um það á veraldarvefnum. En svo komst ég að því að þau blogg sem mér finnst skemmtilegast að lesa eru einmitt blogg þeirra sem eru alveg eins og ég. Sem eru að ala upp börn. Lesa bækur. Hlusta á tónlist. Elda mat. Fara í frí. Horfa á sjónvarp. Tala við skemmtilegt fólk og hafa skoðanir. Bara venjulegt fólk. Svo ég ætla að prófa.

Ég þekki nokkra bloggara og hef fylgst með þeim reglulega nokkuð lengi. Svo er ég gluggagægir hjá öðrum sem ég þekki minna eða ekki neitt. Skrýtin þessi tilfinning að fylgjast með lífi fólks sem maður þekkir ekkert. Það er eins og maður sé að hnýsast í hluti sem manni kemur alls ekki við. Sumir eru svo persónulegir í sínu bloggi. Annars er kannski ekki nema ein manneskja sem ég les reglulega sem ég þekki bara alls ekki neitt, það er hún Æsa. Aðra hef ég einhverntíma rekist á á lífsleiðinni. Gamlir skólafélagar úr MA, gamlir Akureyringar, þekktir einstaklingar úr þjóðlífinu, bróðir einhvers sem ég þekkti einhvern tíma. Þetta tengist allt einhvern veginn.

Ég veit ekkert hvað verður úr þessu bloggi. Kannski gugna ég strax. Kannski verð ég dugleg. Time will only tell. Ég ritskoða meira að segja það sem fer ofan í skúffu svo kannski á ég ekki eftir að finna mig í þessu. Kemur í ljós.