fimmtudagur, september 11, 2003

Hahh!! Ég er algjör snillingur... ég segi það satt. Ég er barasta búin að koma þessu drasli upp alveg sjálf! HTML krukkið í Internetkúrsinum hérna í denn er alveg að gera sig.
Og aftur...
Kommentakerfi
Nú er ég bara að athuga hvort kommentakerfið virkar...

miðvikudagur, september 03, 2003

Besta djammið - þynnka dauðans... og nokkrir linkar
Frábært djamm hjá okkur vinskessunum á laugardagskvöldið. Byrjuðum á að grilla heima hjá Miss Sacher; kebabbollur, steinbít og fínerí. Grillaður ananas a lá Nigella Lawson, sterkt kaffi og Amarúlla í eftirrétt. Mmm. Svo hófumst við handa við Berlínarkokteilinn og að dansa eins og vitleysingar á stofugólfinu hjá Miss Sacher eftir að við frú Berlín fengum kast í geisladiskasafninu hennar. Það voru Grýlurnar, Egó og Rússíbananrnir sem m.a. voru teknir af mikilli innlifun. Nú, eftir viðkomu á Grandrokk (hvar Singapor Sling voru að spila) og Ölstofunni héldum við á 22. Þvílíkt stuð! Við dönsuðum eins og við værum tvítugar og skipti engu máli hvort DJ-inn spilaði Madonnu eða Nirvana... við vorum þvílíkt að fíla okkur í botn. Skriðum út kl. 6:00 eins og vampýrur, allt orðið bjart og flestir farnir heim að lúlla. Enginn Hlölli, engar Bæjarins bestu. Var komin í bælið um 7 leytið, alsæl.

Þynnka sunndagsins var með allra mesta móti, held ég bara sú mesta í nokkur ár. Helgaðist kannski helst af því að í staðin fyrir að halda mig í bælinu og emjast þar dreif ég mig með í fjölskyldukaffi austur í Hveragerði, svona til að sýna nú að ég væri fjölskyldumanneskja. Mikil mistök. Sat stjörf í framsætinu á leiðinni austur og þegar í kaffiboðið var komið var ég orðin náföl og svitinn spratt fram á ennið á mér eins og á versta róna. Gat ekkert borðað af fínu íslensku hnallþórunum, hvað þá fengið mér rjúkandi kaffibolla. Skreið upp í sófa um leið og við komum heim og sofnaði yfir fréttunum. Vaknaði um hálftíuleytið og fann að þessi dagur dauðans var loksins á enda - ég var orðin hressari og gat fengið mér að borða án þess að það kæmi allt saman sömu leið til baka. Ehemm. ´

Krúsa er búin að vera lasin alla vikuna, með hita, kvef og hálsbólgu. Mér sýnist hún vera að hrista þetta af sér, fer sennilega í skólann á morgun. Var heima með henni í gær og fyrradag. Var alveg ótrúlega dugleg, tók til og þreif á mánudaginn en afþýddi ískápinn á þriðjudaginn - ég veit það, ég veit ekki hvað kom yfir mig, þetta er bara alveg með ólíkindum. Er vön að taka svona daga bara í afslöppun í lestri eða sjónvarpsglápi með sjúklingnum. Náði annars að horfa á Friends á þriðjudaginn, þætti í nýjustu syrpunni. Eitthvað er langt síðan ég horfði síðast en það hafði algjörlega farið fram hjá mér að Rachel væri flutt með barnið til Joey, man ekki eftir að það hafi gerst í þeim þáttum sem ég sá síðast. Alveg augljóst að það á eitthvað eftir að gerast á milli þeirra. Allir með öllum... Anyway, alltaf jafn gaman af Friends, ég væri næstum því tilbúin að borga 5000 kall á mánuði til að sjá þessa þætti reglulega. Púff... Horfi bara á Skjá einn í staðinn og hlakka til þegar Judging Amy byrjar aftur og svo Sex and the City hjá Ríkinu. Jú, auðvitað líka Bráðavaktin; ég missi bara alltaf af henni því ég er á kóræfingum á Bráðavaktarkvöldum.

Hér á hægri vænginn eru kominir nokkrir linkar á þá bloggarana sem ég les reglulega. Mæli sérstaklega með Venna júdókappa, af því ég held hann sé ekki mjög þekktur sem bloggari, en hann er þvílíkur snilldarpenni og húmoristi að það er alveg unun að lesa hann. Hann og Dr. Gunna.