þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Ég og bankinn minn

Í morgun hlotnaðist mér sá mesti heiður sem venjulegum, íslenskum launamanni getur hlotnast í fjármálakerfinu. Ég fékk stöðuhækkun í bankanum mínum - fer úr Gullvild í Platínumvild. Ég brosi í gegnum tárin og ýti öllum efasemdaröddum sem láta á sér kræla um að bankinn hafi kannski ekki mína velferð í huga við þessi tímamót til hliðar. Smáa letrið hefur ekki verið lesið.

Kannski að jafnvægi sé að komast á í ástar-hatur sambandi mínu og bankans míns. Maginn á ekki lengur að snúast á hvolf þegar hann hringir í mig. Tíminn er sennilega farinn að vinna með mér með í þessu nauðungarhjónabandi og sú staðreynd að þrátt fyrir allt sem gengið hefur á hef ég alltaf verið honum trú. Rúmlega 10 ár í sama bankanum og sama útibúinu eru farin að skila sér. Hann hefur staðið með mér í gegnum súrt og sætt; námslánakrísur, tvenn íbúðarkaup, reddingar hér og þar - og hann hefur grætt óendanlega á mér í FIT kostnaði og yfirdráttarvöxtum. Við verðum aldrei kvitt. Og þegar hann réttir að mér dúsu er ég óendanlega glöð.

Líf í cyberspace


Ef þetta er ekki geðveiki þá veit ég ekki hvað er það.

Lífið fer í hringi, fortíðin (sem virðist vera í ljósrárafjarlægð, minningarnar í móðu, frá einhverju allt öðru tilverustigi) bítur í skottið á manni og það svíður undan.
Og allt kemur þetta aftan að manni á endanum
Virkar þetta enn? Ertu ekki að kidda í mér, hélt þetta væri löngu týnt og horfið veg allrar veraldar. En bítur ekki fortíðin í skottið á manni þegar maður á síst von á...